Upplýsingar

Ofnæmisvaldar

Næringarinnihald

Innihaldslýsing

Engifer

Í engiferrót finnast um 500 virk efni sem stuðla að bættri heilsu og var notað til forna af Grikkjum og Rómverjum til að bæta meltingu.
Kínverjar hafa einnig notað engifer sem krydd og til lækninga í þúsundir ára. Eiginleikar engiferrótarinnar eru margir. Hún er m.a. talin vantslosandi og bólguhamlandi, fyrirbyggjandi fyrir hjartasjúkdóma og heilablóðföll. Hún örvar blóðrennsli um líkaman, þykir góð fyrir meltingu og margt fleira.

Eldpipar – Chilli Pipar

Chilli pipar hefur verið partur af mataræði mannkynsins síðan 7500 fyrir krist auk þess að hafa lengi verið notaður í lækningarskyni. Chilli eykur hita og spennu í matargerð auk þess að prýða matinn fallegum litum. Meðal eiginleika chilli piparsins er að hann er talinn sýkladrepandi, góður fyrir meltinguna, styrkjandi fyrir hjartað og æðakerfið og vinna gegn gigt og þursabiti.

Hvítlaukur

Vandfundinn er sá matur sem bragðast ekki betur þegar eldað er með hvítlauk en hann er líka öflug lækningarjurt og hefur hlotið viðurkenningu sem slík um allan heim. Uppruna hvítlauksins má rekja til Mið-Asíu þar sem hann óx villtur. Hvítlaukur er góður fyrir hjarta- og æðakerfið, bætir meltingu og berst á móti sýkingum. Hann er einnig talinn hafa góð áhrif á kólestról og blóðþrýsting.

Grænt te – Green tea

Grænt te inniheldur mikið af andoxunarefnum sem vinna gegn hrörnun líkamans og hefur það verið nefnt náttúrulegt brennsluefni þar sem það eykur efnaskipti líkamanns. Grænt te er einnig talið geta hamlað vexti krabbameinsfruma og dregið úr líkum á hjartasjúkdómum.

Tzay

Tzay eru soya bitar marineraðir í chili og engifer. Soyað í Tzay er umhverfisvænt og vottað af RTRS.