Nings er 30 ára!

 

Árið 1991 stofnaði Ning De Jesus veitingahúsið Nings og var fyrirmyndin amerískir take away staðir með asískan mat og var það hvíta take away boxið sem kveikti hugmyndina. Fyrsti veitingastaður Nings var opnaður við Suðurlandsbraut 6 sumarið 1991. Strax frá upphafi var Nings leiðandi á skyndibitamarkaði á Íslandi og kynnti til leiks ýmsar nýungar.

Í ár fögnum við 30 ára afmæli og í tilefni af því fengum við Ning til að fara yfir sögu sína og aðdraganda þess að hann endaði á Íslandi af öllum stöðum, alla leið frá Filipseyjum.

 

Drekavika Nings verður haldin 18. - 25. sept.

Glaðningar og tilboð á sama tíma og við látum gott af okkur leiða, en 100 kr. af hverri sölu renna til Fjölskylduhjálparinnar. Sláðu inn kóðann drekavika og þú færð 15% afslátt í gegnum netið.

Við munum gefa Topp með máltíðum þegar sótt er eða borðað í salnum. Hver veit nema að glaðningur leynist með þinni pöntun.

Dreginn verður út heppinn þátttakandi í drekaleiknum sem vinnur gjafabréf út í heim og 50 þúsund kóna ferðaávísun. Taktu þátt hérna: www.ningsdrekinn.is

Í gegnum árin